Fyrirtækið Expeda sérhæfir sig í þróun og gerð hugbúnaðarlausna þar sem gervigreind
er beitt til að fanga bestu fáanlegu þekkingu á sviði ofnæmis-, sjálfsofnæmis-, gigtar- og
beinþynningarsjúkdóma. Slíkar lausnir munu meðal annars aðstoða lækna við greiningu,
meðferð og eftirlit þessara sjúkóma. Búnaðurinn á að auka hagkvæmni og áreiðanleika
þeirra mikilvægu ákvarðanna sem heilbrigðisstarfsfólk þarf að taka á degi hverjum á
þessu sviði. Búnaðinum er ætlað að spara læknum og sjúklingum dýrmætan tíma, leiða til
markvissari notkunar rannsókna og viðeigandi meðferðarúrræða með verulegum sparnaði
fyrir heilbrigðiskerfið.
Hönnun og þróun búnaðar á sviði beinþynningar er nú kominn á lokastig og er
markaðssetning hans að hefjast. Sambærilegur búnaður á sviði sjálfsofnæmis- og
gigtarsjúkdóma er í þróun innan fyrirtækisins.
Forsprakkar Expeda eru læknarnir Björn Rúnar Lúðvíksson og Björn Guðbjörnsson sem
mynda með öðrum sterkt teymi þar sem sérfræðiþekking lækna og háþróðuð gervigreind
tvinnast saman.
Fjárfestingin verður í nokkrum áföngum og ef áætlanir ganga eftir mun eignarhlutur sjóðsins
verða 27%.
Finnur Árnason situr í stjórn Expeda fyrir hönd sjóðsins.
↧